Love Synthesizers

The First LOVE FM Synthesizer

FM synthesis and wave morphing made effortless and fun!

Nýtt íslenskt fyrirtæki; Love Synthesizers er nú í óðaönn að undirbúa framleiðslu á sínum fyrsta hljóðgervli. Hann heitir First Love (Fyrsta ástin) og notast við FM aðferð til að skapa hljóð. FM hljóðgervill virkar þannig að ein hljóðbylgja hefur áhrif á aðra og úr verður nýtt hljóð. Þessi aðferð við hljóðgerð hefur hingað til verið flókin og margir því ekki nýtt sér að fullu möguleika FM við gerð tónlistar og hljóðhönnunar. 

Okkur hjá Love langar að breyta nálguninni á FM með okkar nýja hljóðfæri og gera hana aðgengilegri. Við leggjum okkur fram um að búa til einfaldan og skemmtilegan hljóðgervil sem bæði er góður í að búa til hljóð, skemmtilegur og hljómfagur.

Tónlistar-og myndlistarmaðurinn Steinunn Eldflaug Harðardóttir, einnig þekkt sem dj. flugvél og geimskip, varð óvart hluti af hópnum á sem stendur að gerð First Love hljóðgervilsins og hefur tekið þátt í hönnunarferlinu og farið ásamt Love FM á tvær alþjóðlegar ráðstefnur að kynna hann fyrir almenningi sem og fólki innan ,,bransans”. Hún mun sýna okkur hvernig hljóðgervillinn virkar og gera sitt besta til að sýna fram á að FM getur í alvörunni verið einföld og skemmtileg aðferð við tónlistar og hljóðhönnunar. Einnig mun hún sýna hvernig hún nýtir sér synthann í sinni tónlist og segja frá aðkomu sinni að verkefninu, sem og að svara spurningum. 

https://www.lovesynthesizers.com/about

ENGLISH

The FIRST LOVE synthesizer has an engaging interactive interface on a 7″ touchscreen with real-time graphics as well as hardware controls that shape the output of its sound generating module.  It gives unprecedented real-time control over the intricate variables of an FM synthesizer in a fast-flowing user friendly manner.

https://www.lovesynthesizers.com/