Heiti:
Raflosti
Tegund námskeiðs:
Valnámskeið, opið nemendum Listaháskólans, sjálfstætt starfandi listamönnum og nemendum skóla innan DAMA skólanetsins.
Stig námskeiðs:
Bakkalár / Meistaranám
Önn:
vor (21. – 26. maí)
Einingafjöldi:
2
Tungumál:
Enska
Hæfniviðmið:
- Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa:
- Unnið gagnvirkt miðlalistaverk (media art) í samvinnu við nemendur úr öðrum listgreinum.
- Þjálfað hæfni sína til að vinna í blönduðum miðlum út fyrir sitt sérsvið.
- Fengið reynslu af vinnu með öðrum listamönnum úr öðrum listgreinum
- Fengið reynslu af að skrásetja margmiðlunarverk
Forkröfur:
Engar sérstakar forkröfur eru gerðar. Námskeiðið er ætlað nemendum í hvers kyns rauntímalistum, t.d. tónlist, dansi, vídeó, myndlist, tilraunaleikhúsi, miðlalist o.fl. Það gagnast líka fullmenntuðum listamönnum.
Lýsing:
Á fyrsta degi gera nemendur skyndiverkefni í flutningi gagnvirks gjörningaverks. Á öðrum degi flytja nemendur örfyrirlestra sem þeir hafa undirbúið um listamann, listaverk, verkfæri eða listrænt atriði sem hefur haft áhrif á viðkomandi. Strax þar á eftir raða nemendur sér í hópa, þannig að hver hópur innihaldi fjölbreytt hæfileikasvið og hefja svo vinnu við lokaverkefni sem verður sýnt við lok námskeiðsins. Kennarar aðstoða nemendur og veita leiðbeiningar. Meðfram verða haldnir stuttir fyrirlestrar listamanna úr ólíkum geirum og sóttir viðburðir á Raflost raflistahátíðinni, m.a. fyrirlestur Steinu Vasulka. Að lokum er skilað inn skrásettum heimildum og lýsingu á verkinu.
Námsmat:
Verkefni í lok námskeiðs (undirbúningur, samvinna, flutningur og skrásetning) gildir 70%. Mæting gildir 20% Örfyrirlestur gildir 10%.
Umsjónarkennari:
Áki Ásgeirsson
Leiðbeinendur:
Ýmsir þáttakendur RAFLOST hátíðarinnar.
Vinnulag:
Nemendum vinna í hópum að mestu leyti sjálfstætt að lokaverkefninu. Ætlunin er að nemendurnir leggi sína ólíku hæfileika og hæfni í einn pott til að skila listaverki sem nýtir sem best sameiginlega hæfileika hópsins. Nemendum verða kynnt ýmist verkfæri til rafrænnar listsköpunnar, auk þess sem kynntar verða leiðir til samvinnu ólíkra listforma. Síðan munu kennarar skapa nemendum umhverfi til að ná hópnum saman og vinna sjálfstætt.
Námsmat og forsendur:
Verkefni í lok námskeiðs gildir 70%. Mæting gildir 20%. Örfyrirlestur gildir 10%. Í lok námskeiðs verða verk nemenda sýnd opinberlega sem hluti af Raflost raflistahátíðinni og sú sýning verksins skrásett á hljóð- og myndmiðla. Mat er lagt á hugmyndaauðgi verks, útfærslu hugmyndanna, frágang skrásetningar og samþættingu listformanna.
Lesefni:
Safnað verður saman örfyrirlestrum nemenda og kynningum kennara á sérstaka vefsíðu til upplýsingar fyrir nemendur (www.raflost.is/raflosti/2012). Nemendur þurfa að leita sér upplýsinga sjálfstætt eftir eðli verkefna sinna.
Kennsluáætlun:
19. maí: Opnunarhátíð Raflosts – Steina Vasulka – mælt með að nemendur mæti
21. maí: Námskeið hefst kl 13:00, kynning og skyndiverkefni. Laugarnesvegi 91
22. maí: Örfyrirlestrar nemenda 10:00-14:00
23. maí: Fundur með öllum kl 9:00. Vinna við lokaverkefni hefst
23. maí: Fyrirlestur – Steina Vasulka kl 14:00
24. maí: Fundur kl 10:00 – yfirferð kl 15:00
25. maí: Fundur kl 10:00 – flutningur lokaverkefna kl 20:00- nemendur flytja verkin og skrásetja
26. maí: kl 10:00-12:00 frágangur og skil skrásetningu lokaverkefnis
Skráning:
Þáttakendur eru beðnir að senda póst á raflost@raflost.is og útskýra hvað liggur að baki áhuganum. Nemendur innan LHÍ geta einnig skráð sig hjá viðkomandi deildarfulltrúum.