Helgi Pétursson

Helgi Pétursson (1962) útskrifaðist úr Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem kennarar hans í tónsmíðum voru Þorkell Sigurbjörnsson Atli Heimir Sveinsson og Þorsteinn Hauksson. Síðar lauk hann einnig MA námi í Microtechnology in Music Education frá University of Reading.

Á námsárum Helga var töluvert af verkum hans flutt opinberlaga, þar á meðal rafverk og einnig voru flutt eftir hann verk eftir að hann lauk námi, meðal annars á þeim árum sem hann var starfandi sem tónlistarkennari á Húsavík. Helgi hefur mjög lengi haft mjög mikinn áhuga á raf og tölvutónlist og einnig á tölvutækni almennt og starfaði hann um árabil sem forritari.

Eftir að hann hætti sem starfandi tólistarmaður lá tónsköpun hans að mestu niðri en nú hefur hann tekið upp þráðinn að nýju með verkinu Blindfugl/Svartflug. Blindfugl/Svartflug er samið í júní 2024 og er byggt á samnefndu ljóði Gyrðis Elíassonar frá 1986 sem Helgi les í heild í gegnum verkið.

Hugmyndin að þessu verki er mjög gömul því það hafði verið draumur Helga að gera þetta verk nánast alveg síðan hann heyrði Gyrði lesa ljóðið upp í útvarpi fljótlega eftir að það kom út. Það hafði mjög sterk áhrif á hann. Verkið má segja að sé viðleitni til þess að undirstrika þau hughrif og stemmingu sem ljóðið vekur með margbreytilegum hljóðheim og búa þannig til nokkurs konar hljóðmynd með ljóðinu.

ENGLISH

Helgi Pétursson (1962) graduated from the Department of Theory and Composition at the Reykjavík Conservatory of Music where his teachers in composition were Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson and Þorsteinn Hauksson. Later he also completed an MA degree in Microtechnology in Music Education from the University of Reading, UK. During Helgi’s student years, quite a few of his works were performed in public, including electronic works and works by him were also performed after he finished his studies, including the years when he was employed as a music teacher in Húsavík.

Helgi has for a very long time been very interested in electronic and computer music and also in computer technology in general, and he worked for several years as a computer programmer. After he retired as a working musician, his composition was mostly stopped, but now he has picked up the thread again with the piece Blindfugl/Svartflug.

Blindfugl/Svartflug was written in June 2024 and is based on a poem of the same name by Gyrðir Elíasson from 1986 which Helgi reads in its entirety throughout the piece. The idea for this piece is very old because it had been Helgi’s dream to make this piece almost ever since he heard Gyrðir read the poem on the radio soon after it was released. It had a very strong effect on the composer. The piece can be said to be an attempt to emphasize the impressions and moods that the poem evokes using a varied sound world and thus create a kind of sound painting of the poem.