Helgi Pétursson

Helgi Pétursson (1962) útskrifaðist úr Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem kennarar hans í tónsmíðum voru Þorkell Sigurbjörnsson Atli Heimir Sveinsson og Þorsteinn Hauksson. Síðar lauk hann einnig MA námi í Microtechnology in Music Education frá University of Reading.

Á námsárum Helga var töluvert af verkum hans flutt opinberlaga, þar á meðal rafverk og einnig voru flutt eftir hann verk eftir að hann lauk námi, meðal annars á þeim árum sem hann var starfandi sem tónlistarkennari á Húsavík.

Helgi hefur mjög lengi haft mjög mikinn áhuga á raf og tölvutónlist og einnig á tölvutækni almennt og starfaði hann um árabil sem forritari.

Eftir að hann hætti sem starfandi tólistarmaður lá tónsköpun hans að mestu niðri en nú hefur hann tekið upp þráðinn að nýju með verkinu Blindfugl/Svartflug.

Blindfugl/Svartflug er samið í júní 2024 og er byggt á samnefndu ljóði Gyrðis Elíassonar frá 1986 sem Helgi les í heild í gegnum verkið.

Hugmyndin að þessu verki er mjög gömul því það hafði verið draumur Helga að gera þetta verk nánast alveg síðan hann heyrði Gyrði lesa ljóðið upp í útvarpi fljótlega eftir að það kom út. Það hafði mjög sterk áhrif á hann.  

Verkið má segja að sé viðleitni til þess að undirstrika þau hughrif og stemmingu sem ljóðið vekur með margbreytilegum hljóðheim og búa þannig til nokkurs konar hljóðmynd með ljóðinu.