Deepa R. Iyengar kannar rými til að uppgötva í þeim hvað vantar, er ósýnilegt eða óraungert. Verkin myndast oft sem innsetningar þar sem hún setur fram orkuna, upplýsingarnar eða möguleikana sem leynast í tómum rýmum eða þögnum. Viðfangsefni hennar tengjast oft valdi, stjórn og frelsun.
Deepa er með M.A.-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett á Íslandi, þó upprunalega frá Bandaríkjunum, þar sem hún lauk S.M. (M.Sc.) í heila- og hugvísindum frá Massachusetts Institute of Technology, og B.A. í eðlisfræði og stjörnufræði frá Carleton College.
Deepa hefur tekið þátt í einka- og samsýningum á Íslandi, í Bandaríkjunum og Litháen. Hér á landi hefur hún sýnt verk meðal annars á Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Kling&Bang, Ásmundarsal (sem hluti af listamannasafninu D.N.A ), og Nýlistasafninu.
Á hátíðinn mun Deepa kynna nýtt verk sem hún kallar SÍÐASTA HLJÓÐIÐ
Hljóð var fyrsta efnissamspil alheims, þrýstibylgjur sem þenjast út í 400.000 ár áður en ljósið skein. Hljóð er yfirgripsmikið, alltumlykjandi, margvítt, summa efnisupplifunar sem mótar og mótast af rýminu sem það breiðist út í og flötunum og áferðunum sem það mætir. Hljóð tengir það-sem-hefur-verið við það-sem-er-að-skella-á, endurómar dýpstu eðlishvöt mannsins, kallar á viðbrögð hvort sem það er til góðs eða ills; til sáttar eða stjórnunnar; til að gleðja eða afvegaleiða, pynta. Hversu langt þar til við sigrumst á hljóðrófinu öllu? Og hversu langt þar til það leiðir til loka okkar? Og séu það lokin, hvað tekur við? Algjör þögn? Eða mun hljóð halda áfram að óma með þunga þess sem var: vera síðast, sem það var fyrst?
Frekari upplýsingar er að finna með því að skanna QR kóðann
Deepa R. Iyengar explores spaces in order to discover within them what is missing, invisible, or unrealized. Her preoccupation with the hidden manifests in installations which are dominated by loaded silences of space or time. Frequently her topics have to do with power, control, and liberation.
Deepa has participated in various solo and group shows in Iceland, Lithuania, and the U.S. In Iceland, some of the places she has shown are Reykjavík Art Museum (Hafnarhús), Kling&Bang, The Living Art Museum, and Ásmundarsalur (Gryfjan) as part of the artist collective D.N.A.
Deepa holds an M.A. degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts. She is a resident of Iceland, though originally from the U.S., where she attained an M.Sc. in Brain and Cognitive Sciences from the Massachusetts Institute of Technology, and a B.A. in Physics and Astronomy from Carleton College.
ENGLISH
At Raflost Deepa will show new work she calls THE LAST SOUND
Sound was the first material interaction of our universe, pressure waves expanding outward for 400,000 years before the universe became transparent to light. Sound is pervasive, omnipresent, multidimensional, a sum of material experiences molding and being molded by the space in which it propagates and the surfaces and textures it encounters. Sound connects what-has-been to what-is-about-to-happen, resonating with the deepest instincts in humans, calling for response whether for good or for evil; for harmony or for control; to bring joy or to disorient, manipulate, torture. How long before we conquer the whole sonic spectrum? And how long before that leads to our end? And if there is an end, what then? Absolute silence? Or will sound continue to resonate with the weight of what was: to be last, as it was first?
For the audio sources follow this qr code