Atli Bollason


„Eins og raftækjaruslahaugar heimsins bera vitni um þá hlaðast vonir gærdagsins upp allt í kringum okkur. Það væri fávísi að afskrifa allt sem þar liggur í nafni herskárrar hugmyndafræði sem krefst eilífs vaxtar. Þess vegna heillar skapandi notkun úreltrar tækni mig. Það er ekki sökum nostalgíu heldur því úrsérgengin er tæknin loks frjáls undan upprunalegu hlutverki sínu. Hún er öðru fremur vettvangur leikgleði, tilrauna og fegurðar, með afskaplega takmarkaða möguleika til að þjónusta efnahaginn. Þar búa róttækir möguleikar hennar: hún hafnar gildismati fjármagnsins og reynir að skapa merkingu eða hughrif úr því sem er verðlaust.“

Atli Bollason er listamaður og nautnaseggur sem býr í Reykjavík.