Wednesday 19th, 20:00, Iceland Academy of the Arts, Sölvhóll Concert Hall, Sölvhólsgata 13 (behind the building)
Tinna Þorsteinsdóttir premiers works by Magnús Blöndal Jóhannsson, Guðmundur Steinn Gunnarsson and Jesper Pedersen.
Program:
- Magnús Blöndal Jóhannsson (IS): Sonorities I (1963)
- Magnús Blöndal Jóhannsson (IS): Sonorities II (1968) – World premiere
- Magnús Blöndal Jóhannsson (IS): Sonorities III (1972)
- Karlheinz Essl (AT): Kalimba (2005)
- Guðmundur Steinn Gunnarsson (IS): Harsamvaða (2010) – World premiere
- Jesper Pedersen (DK/IS): Laser Cat (2010) – Vorld premiere
- Magnús Blöndal Jóhannsson (IS): Surtur fer sunnan (1965) – Surtsey Volcano Documentary
Miðvikudaginn 19. maí mun píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir frumflytja píanóverkið Sonorities II frá árinu 1968 eftir Magnús Blöndal Jóhannsson á raflistahátíðinni Raflost í Reykjavík og er því um merkisfrumflutning að ræða. Tinna mun leika píanóverk Magnúsar Sonorities I, II og III á tónleikunum, en þau eru skrifuð á árunum 1963-1972. Magnús samdi röð verka sem bera þetta heiti fyrir mismunandi hljóðfærasamsetningar. Píanóverkin einkennast af tilraunamennsku, en í Sonorities II, sem frumflutt er á þessu tónleikum, leikur Tinna alfarið á strengi píanósins með tólum og tækjum. Þriðja verkið í röðinni, Sonorities III, er samið fyrir píanó og tónband, en Magnús var einn helsti frumkvöðull elektrónískra tónsmíða á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Verkið er mjög frjálst í formi, þar sem píanóleikarinn spinnur m.a. yfir hljóðbandið og þar má hlýða á ýmsa tónlistarstíla undir rokk- og djass áhrifum tíðarandans. Magnús var fæddur árið 1925 og hefði því orðið áttatíu og fimm á árinu, en þessi merki maður lést árið 2005. Önnur verk á tónleikunum eru í takt við tilraunagleði Magnúsar. Þar heyrist tónverkið Kalimba frá árinu 2005 fyrir dótapíanó og rafhljóð eftir austurríska tónskáldið Karlheinz Essl og tvö píanóverk verða frumflutt eftir tvö ung tónskáld, þá Guðmund Stein Gunnarsson (Harsamvaða) og Jesper Pedersen (Laser Cat). Í kjölfar tónleikanna verður heimildarmyndin Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen frá árinu 1965 um Surtseyjargosið sýnd, en Magnús samdi tónlistina við myndina. Tónlistin samanstendur af hljóðum úr gosinu sjálfu og er því um mjög athyglisverða og merkilega hljóðmynd að ræða.Tónleikarnir hefjast kl: 20 í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands og eru hluti af hinni árlegu raflistahátíð Raflost sem fram fer þessa dagana. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.